Beint í efni

Ljóðormur í Vesturbænum

Leik- og grunnskólar í Vesturbænum, í samvinnu við Borgarbókasafn Reykjavíkur, standa fyrir sérlega skemmtilegu verkefni í tilefni Lestrarhátíðar í Reykjavík - Ljóð í leiðinni - nú í október. Börnin munu semja saman ljóð, en vinnan fer þannig fram að hver skóli leggur til tvær eða þrjár línur í ljóðið, sem gengur síðan áfram til næsta skóla. Börnin á Gullborg byrjuðu og þau gengu síðan fylktu liði yfir á Drafnarstein í morgun, fimmtudaginn 3. október, með fyrstu línurnar. Frá Gullborg liggur leiðin á Ægisborg og ljóðormurinn liðast svo áfram þessa leið: Sæborg - Melaskóli (1. bekkur) - Vesturbæjarskóli - Grandaskóli - Melaskóli (2. bekkur) og þannig áfram allt upp i 7. bekk. Nemendur í 7. bekk Grandaskóla fylgja orminum loks í Hagaskóla sem kemur honum síðan fullsköpuðum á Borgarbókasafnið þar sem hann mun búa um sig. Ýmislegt fleira verður gert í tilefni Lestrarhátíðar í Vesturbænum, en meðal annars verður fimmtán mínútna lestrarstund í öllum skólum í hverfinu í október. Nemendur munu einnig flytja ljóð víðsvegar í hverfinu, myndskreyta ljóð í skólunum, foreldrar verða hvattir til að lesa með börnum sínum, ljóðavinir munu lesa hver fyrir annan og svo mætti áfram telja.

Ljóðormurinn hefst á þessum línum barnanna á Gullborg:

Reykjavík, borgin okkar Hús, hundar götur, kettlingar og fíflar í grasinu, hænur í húsdýragarðinum ljósaperur í myrkrinu og hestar. [gallery link="file" ids="6631,6644,6633,6634"]