Bókmenntasjóður og Sögueyjan Ísland sameinuð
Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú verið sett á stofn með lögum sem afgreidd voru frá Alþingi í desember síðastliðnum.
Við stofnun Miðstöðvar íslenskra bókmennta sameinast Bókmenntasjóður og verkefnið
Sögueyjan Ísland.
Hlutverk miðstöðvarinnar er að styrkja útgáfu íslenskra ritverka og útgáfu erlendra bókmennta á íslensku. Jafnframt er hlutverk hennar að kynna íslenskar bókmenntir hér á landi og erlendis og stuðla að útbreiðslu þeirra - og efla bókmenningu á Íslandi.
Stjórn nýrrar Miðstöðvar íslenskra bókmennta skipa:
Hrefna Haraldsdóttir, formaður, skipuð af mennta- og menningarmálaráðherra,
Jón Karl Helgason, varaformaður, tilnefndur af Rithöfundasambandinu,
Hlín Agnarsdóttir, tilnefnd af Rithöfundasambandinu,
Þórunn Sigurðardóttir, tilnefnd af Hagþenki og
Sigurður Svavarsson, tilnefndur af Félagi íslenskra bókaútgefenda.