Í tilefni Bókamessu í Bókmenntaborg sem fer fram í Ráðhúsinu um helgina bjóðum við upp á skemmtilega myndagetraun. Við spyrjum einfaldlega um nöfn rithöfundanna á myndunum hér á síðunni. Myndirnar eru úrklippur úr gömlum blöðum þegar höfundarnir voru kornungir og því gæti þurft að rýna vel í myndirnar til að þekkja þá. Sendið svörin á bokmenntaborgin@reykjavik.is fyrir miðnætti þriðjudaginn 20. nóvember. Dregið verður úr réttum lausnum og fá þrír glöggir þátttakendur nýútkomnar bækur. [gallery link="file" order="DESC" columns="2" orderby="title"]
Myndagetraun
