Norræna bókasafnavikan verður haldin í 16. sinn vikuna 12. - 18. nóvember 2012. Henni er ætlað að stuðla að auknum lestri og áhuga á norrænum bókmenntum, en að dagskránni standa almennings- og skólabókasasöfn á öllum Norðurlöndunum. Að þessu sinni er þemað margbreytileiki á Norðurlöndunum og er sjónum beint að langri sögu menningarlegs fjölbreytileika í þessum löndum. Ávallt er valinn einn texti til upplestrar í öllum löndunum og að þessu sinni er hann úr bókinni Ég er Zlatan Ibrahimovic, sem forlagið Draumsýn gaf út í íslenskri þýðingu fyrr á þessu ári. Bókin geymir sjálfsævisögu þessarar sænsku fótboltastjörnu sem ólst upp á bosnísku heimili í innflytjendahverfi í Malmö og varð síðar ein skærasta stjarna knattspyrnuheimsins. Bókin hefur notið gífulegra vinsælda í Svíþjóð og talin hafa átt þátt í að auka lestur drengja þar í landi. Nánar má lesa um verkefnið á vef Norrænu bókasafnavikunnar. Bókasafn Norræna hússins í Reykjavík stendur fyrir dagskrá í Norrænu bókasafnavikunni í samstarfi við nokkra aðila. Mánudaginn 12. nóvember 9.50-10.40 Lestur, árangur og íþróttir. Lokaður viðburður Norræna félagið opnar viðburðinn og bíður nemendur úr 9. bekkjum í Austurbæjarskóla og Fellaskóla í Reykjavík velkomin Þorgrímur Þráinsson ræðir við ungmennin um lestur og árangur Lesinn verður íslenskur texti úr bókinni Ég er Zlatan Ibrahimovic Guðmundur Mete knattspyrnumaður ræðir um kynni sín af Zlatan og atvinnumennsku í íþróttum Dregið verður úr réttum svörum í spurningakeppni sem gestir hafa tekið þátt í í skólunum og heppnir þátttakendur fá bókaverðlaun. Þriðjudag 13. nóvember og fimmtudag 15. nóvember koma nemendur í 7. – 10. bekk í grunnskólum í Reykjavík, sem eru að læra sænsku eða norsku, í heimsókn í Bókasafna Norræna hússins. Laugardag 17. nóv. kl. 14 Sögustund fyrir norskumælandi börn og fjölskyldur þeirra Lesið úr bókinni „Klatremus og de andre dyrene i Hakkebakkeskogen“ eftir Torbjorn Egner og söngvar sungnir.