Upplestur í Gröndalshúsi á nýársdag
Í fimmta skiptið hófst nýtt ár í Reykjavík á upplestri ljóða. Frá fyrstu ljósaskiptum að morgni til annarra ljósaskipta nýs árs, milli klukkan tíu og fimm á nýársdag, lásu skáld upp á vegum Bókmenntaborgarinnar í Gröndalshúsi. Dagskránni var streymt og er hægt að horfa á upptöku á Facebooksíðu Bókmenntaborgarinnar.
skáldin:
Skáldin sem komu fram lásu ljóð bæði eftir sig sjálf og önnur skáld. Þau komu fram:
Anne Carson, Ásta Fanney, Bragi Valdimar Skúlason, Bergsveinn Birgisson, Brynja Hjálmsdóttir, Eva Rún Snorradóttir, Eydís Blöndal, Gerður Kristný, Guðrún Hannesdóttir, Hanna Óladóttir, Haukur Ingvarsson, Heiðrún Ólafsdóttir, Ingólfur Eiríksson, Jóna Guðbjörg Torfadóttir, Kári Túliníus, Linda Vilhjálmsdóttir, Meg Matich, Natasha Stolyarova, Nína Hjördís Þorkelsdóttir, Ófeigur Sigurðsson, Ragnar Helgi Ólafsson, Sigurlín Bjarney Gísladóttir, Soffía Bjarnadóttir, Þórdís Helgadóttir, Þórður Sævar Jónsson, og Þórunn Jarla Valdimarsdóttir.
Líkt og í fyrra sátu gestir heima vegna heimsfaraldurs og nýársljóðalestrinum var streymt á Facebook-síðu Bókmenntaborgar og á vefnum ruv.is.
Gleðilegt nýtt ár orðlistarinnar!