Beint í efni

Orðið flýgur um bæinn á 17. júní

Í fyrsta sinn býður Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO upp á dagskrá á þjóðhátíðardaginn 2013. Orðið flýgur um bæinn er ljóðadagskrá þar sem borgarljóð eru í forgrunni. Leikkonurnar Thelma Marín Jónsdóttir, Hafdís Helga Helgadóttir og Katrín Helga Andrésdóttir flytja úrval skemmtilegra ljóða sem ort eru á lýðveldistímanum, elsta ljóðið sem flutt verður er frá 19. júní 1944. Dagskráin fer fram á fjórum stöðum í miðborginni og er hægt að fylgja ljóðunum eftir í ferð þeirra um bæinn eða líta við á hverjum stað fyrir sig. Dagskráin í heild stendur yfir í tvo tíma. Fyrsta stoppið er í Bríetarbrekku á horni Þingholtsstrætis og Amtmannsstígs og hefst ljóðalesturinn þar korter yfir tvö. Frá Bríetarbrekku er gengið að styttunni Móðurást í Mæðragarðinum, þaðan að styttu Jónasar Hallgrímssonar í Hljómskálagarðinum og dagskránni lýkur hjá skáldabekk Tómasar Guðmundssonar við Reykjavíkurtjörn. Flutt verða ljóð um mæður og börn, ljóð eftir sjálfstæð skáld, ljóð um ástina, fugla og fleira skemmtilegt. Dagskráin hefst við sviðið á Austurvelli kl. 13:45 og munu orðin taka flugið þaðan yfir í Bríetarbrekku (14:15), síðan í Mæðragarðinn (14:45), þá í Hljómskálagarðinn (15:15) og enda við styttu Tómasar Guðmundssonar (15:45). Sjá dagskrá Þjóðhátíðardagsins á vef Reykajvíkurborgar