Menningarmiðstöðin Gerðuberg hefur staðið fyrir ritþingum um árabil. Þar veita rithöfundar innsýn í lif sitt og feril. Umræðum er stýrt af stjórnanda og tveimur spyrlum og einnig er lesið úr verkum höfundarins. Þingin eru hljóðrituð og þau síðan gefin út á bók, fyrst um sinn voru bækurnar gefnar út á pappírsformi en nú eru þær á rafrænu formi. Rafbækurnar má nálgast ókeypis á vef Gerðubergs. Þar má einnig sjá lista yfir þá fjölmörgu listamenn sem setið hafa fyrir svörum á rit-, tón- og sjónþingum menningarmiðstöðvarinnar. Alls hafa sjö ritþing verið gefin út rafrænt og geta áhugasamir nálgast útgáfuna sér að kostnaðarlausu á heimasíðu Gerðubergs eða hér á vef Bókmenntaborgarinnar.
Ritþing Gerðubergs á rafbók
