Beint í efni

Skóla- og frístundaráð styrkir bókmennta- og læsisverkefni

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur hefur afgreitt styrki til þróunar- og samstarfsverkefna fyrir rúmar 25 milljónir króna. Hæsti styrkurinn til þróunarstarfs, 3,5 milljón króna, rennur til  samstarfsverkefnisins Skína smástjörnur sem fjórir sameinaðir leikskólar taka þátt í og miðar að því að þróa gæðastarf í fagstarfi með yngstu leikskólabörnunum. Meðal verkefna á sviði bókmennta og læsis sem hljóta styrki eru: Læsisverkefni í Úlfársdal Þróunarverkefnið Augað sem miðar að því að þjálfa myndmál og túlkun í stuttmyndagerð í 9. bekk Verkefnið Læsi, leikur og tjáning í Ártúnsskóla Orð af orði í Fossvogsskóla Bókasafn á ferð og flugi - ævintýraferð í tösku í Frístundamiðstöðinni Frostaskjóli Lestrarlestin (málörvun og lestrarátak) í Frístundamiðstöðinni Kampi Samvinna við mótun lestrarstefnu og eflingu læsis í Vesturbæ Orð af orði í Hlíðaskóla TAKA - saga kvikmyndahátíðar grunnskóla Reykjavíkur Vefur fyrir skólasafnkennara Lestarhvatningarverkefnið Með bók í hönd í Seljaskóla Bókhlöður í skólastarfi í Vogaskóla Okkar mál - samstarf um menningu, mál og læsi í Fellahverfi, Önnur verkefni fá einnig veglega þróunarstyrki, svo sem jafnréttisfræðsla í Rimaskóla og forvarnir gegn veggjakroti í Grafarvogi. Einnig verkefni sem miðar að því að þróa samhæft námsmat í þremur grunnskólum í sunnanverðum Grafarvogi. Þá fær Brúarskóli eina milljón króna til að koma upp útikennsluaðstöðu.  Áhersluþættir við styrkveitingar voru að þessu sinni samstarf og samþætting verkefna í leikskóla, grunnskóla og frístund, svo og læsi í víðum skilningi og lestrarhvetjandi verkefni. Sjá yfirlit yfir þróunarstyrki 2012. Skóla- og frístundaráð afgreiddi einnig almenna styrki fyrir andvirði 5.250.000 kr. nú í maí. Hæsti almenni styrkurinn, 1,2 mkr., rennur til nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda. Önnur  áhugaverð styrkjaverkefni er Okkar Sæborg sem miðar að því að efla skapandi starf og verkefnið Skáld í skólum þar sem rithöfundar standa fyrir bókmenntakynningum í grunnskólunum.