Málþingið Svipbrigði sársaukans verður haldið við Háskóla Íslands dagana 1.-3. september. Þar kemur saman fólk úr gagnólíkum fræðigreinum, svo sem bókmenntafræði, heilbrigðisvísindum og gervigreindarfræðum, og ræðir um sársauka og þjáningu frá ýmsum sjónarhornum.
Fimm lykilfyrirlesarar koma frá útlöndum: Ronald Schleifer (bókmenntafræði, læknahugvísindi); Madelaine Hron (bókmenntafræði, flóttafólk, innflytjendur) Anne Mulhall (kynjafræði, hinsegin fræði), Christopher Eccleston (sálfræði, verkjarannsóknir) og Nadia Berthouze (tilfinningatölvun, gervigreindarfræði, sársaukarannsóknir). Íslenskir fyrirlesarar eru 15 og meðal þeirra þrír rithöfundar, Auður Ava Ólafsdóttir, Naila Zahin Ana og Hallgrímur Helgason.
Málþingið fer fram á ensku og verður í stofu 301 í Árnagarði þann 1. september og í stofu 105 á Háskólatorgi 2. og 3. september. Það er öllum opið og aðgangur er ókeypis.
Að þinginu standa Stofa í hugrænum fræðum við Háskóla Íslands, Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík og Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Markmiðið með því er að leiða saman fræðimenn og rithöfunda sem hittast of sjaldan, fá þá til að bera saman bækur sínar og efla þannig skilning á fyrirbærum sem flestir þekkja af eigin raun.
Dagskrá:
Föstudagur, 1. september
Árnagarður, stofa 301
10.00 – 10.05
Sigríður Zoëga (Háskóli Íslands): Welcome
10.10 – 11.00
Aðalfyrirlesari: Ronald Schleifer (University of Oklahoma): "The Music of Pain: Semiotics, Facticity, and the Possibility of Representing Sensate Experience."
11.00 – 11.15
Kaffihlé
11.15 – 12.15
Fyrsta málstofa
a. Sigríður Zoëga (Háskóli Íslands): "Pain, is it a problem?"
b. Arnór Víkingsson (Landspítali): "Pain for self-regulation and social harmony.“
c. Marianne Klinke (Háskóli Íslands): "Pain in the brain: Insights from body schema alterations observed in hemispatial neglect and in phantom limb experiences.“
12.15 – 13.00
Hádegishlé
13.00 – 13.50
Aðalfyrirlesari: Nadia Berthouze (University College, London): "Rethinking technology for chronic pain physical rehabilitation."
14.00 –15.00
Önnur málstofa
a. Hannes Högni Vilhjálmsson (Háskólinn í Reykjavík): "Crossing from Physical to Virtual Reality."
b. Sif Ríkharðsdóttir (Háskóli Íslands): "Pain, Emotion and Embodiment in Old Norse Literature“
c. Rannveig S. Sigurvinsdóttir (Háskólinn í Reykjavík): "Improving Mental Health and Well-being Using Virtual Reality."
Laugardagur, 2. september
Háskólatorg, stofa 105
10.00 – 10.50
Aðalfyrirlesari: Christopher Eccleston (University of Bath): "Exploring embodied perception: the psychology of physical sensation."
10.50 – 11.10
Kaffihlé
11.10 – 12.10
Fyrsta málstofa
a. Dagný Kristjánsdóttir (Háskóli Íslands): ""The blood drops are my tears": On cutting and selfharming in YA-literature.“
b. Gyða Björnsdóttir (Íslensk erfðagreining; deCODE): "Human Pain and Genetics"
c. Guðni Elísson (Háskóli Íslands): "Why we hate climate change. Evil and the good we seek"
12. 10 – 13.00
Hádegishlé
13.00 – 13.50
Aðalfyrirlesari: Madelaine Hron (Wilfrid Laurier University): "'Unthinkables'?: Translating Refugee Pain in Image and Narrative."
13. 50 – 14.10
Kaffihlé
14.10 – 15. 10
Önnur málstofa: Authors on pain
a. Auður Ava Ólafsdóttir, "Hotel Silence.“
b. Naila Zahin Ana, ''How to feel safe on a snowy rock in the middle of the Atlantic.''
c. Hallgrímur Helgason, "The Painkilling Process.''
Sunnudagur, 3. september
Háskólatorg, stofa105
10.00 – 10.50
Aðalfyrirlesari: Anne Mulhall (University College of Dublin): "Queer trauma, queer narratives and the politics of testimony in contemporary Irish culture."
10.50 – 11.10
Kaffihlé
11.10 – 12. 10
Lokamálstofa
a. Valgerður Sigurðardóttir (Landspítali): "Pain and suffering at the end of life."
b. Gunnþórunn Guðmundsdóttir (Háskóli Íslands): "Archival pains: retrieving and reworking the family archive."
c. Bergljót Soffía Kristjánsdóttir (Háskóli Íslands): ""Silence is death": On two poems by Alda Björk Valdimarsdóttir."
Styrktaraðilar:
Hugvísindastofnun HÍ
Gervigreindarsetur, HR
Bókmennta- og listfræðistofnun HÍ
Reykjavíkurborg
Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Skipuleggjendur:
Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, Stofa í hugrænum fræðum við Háskóla Íslands
Hannes Högni Vilhjálmsson, Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík
Sigríður Zoëga, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands