Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir umsóknum um styrki til þýðinga á íslensku. Þeim er ætlað að styrkja þýðingar sem gera alþjóðlega þekkingu og menningarverðmæti aðgengileg fyrir íslenskt málsamfélag. Leitast er við að styrkja mikilvæg verk úr samtímanum (jafnt bækur almenns efnis og skáldverk) og heimsbókmenntir í víðum skilningi. Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2013. Eyðublöð og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Höfundar geta einnig sótt um ferðastyrk hjá miðstöðinni, í tengslum við útgáfu og kynningu á verkum sínum erlendis. Erlendum forlögum, stjórnendum bókmennta- og menningarhátíða ofl. er einnig gefinn kostur á að sækja um ferðastyrk fyrir íslenskan höfund sem fer utan til að kynna verk sín. Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember. Nálgast má frekari upplýsingar um ferðastyrkina hér, á heimasíðu miðstöðvarinnar.
Þýðingarstyrkir á íslensku
