Tilkynnt var þann 3. mars hvaða fimmtán bækur eru tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2018, en verðlaunin verða afhent síðasta vetrardag í Höfða. Tilnefningar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, þar sem nú stendur yfir sýningin; Þetta vilja börnin sjá, myndskreytingar úr íslenskum barna- og unglingabókum sem komu út á árinu 2017.
Fimmtán bækur tilnefndar
Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eru veitt í þremur flokkum og voru fimm bækur tilnefndar í hverjum þeirra; fyrir bestu frumsömdu barna- og unglingabókina, best myndskreyttu bókina og bestu þýðingu á barna- og unglingabók sem gefin var út á árinu 2017.
 
Tilnefndar bækur í flokki bestu myndskreytinga;
- Fjölskyldan mín 
 Lára Garðarsdóttir, útgefandi Salka
- Fuglar 
 Rán Flygenring, útgefandi Angústúra
- Kvæðið um Krummaling
 Högni Sigurþórsson, útgefandi Dimma
- Jólakötturinn tekinn í gegn
 Brian Pilkington, útgefandi Forlagið
- Pétur og úlfurinn... en hvað varð um úlfinn?
 Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, útgefandi Töfrahurð
Tilnefndar bækur í flokki bestu þýðingar á barna- og unglingabók á árinu 2017
- Bakarísráðgátan 
 Íris Baldursdóttir, útg. Mál og menning
- Flóttinn hans afa
 Guðni Kolbeinsson, útg. Bókafélagið
- Kepler 62 Fyrsta bók: Kallið
 Erla E. Völudóttir, útg. Bókabeitan
- Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur
 Magnea J. Matthíasdóttir , útg. Mál og menning
- Rummungur ræningi
 Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, útg. Dimma
Tilnefndar bækur í flokki frumsaminna barna- og unglingabóka:
- Er ekki allt í lagi með þig? 
 Elísa Jóhannsdóttir, útg. Vaka Helgafell
- Fuglar 
 Hjörleifur Hjartarson, útg. Angústúra
- (Lang)elstur í bekknum 
 Bergrún Íris Sævarsdóttir, útg. Bókabeitan.
- Vertu ósýnilegur 
 Kristín Helga Gunnarsdóttir, útg. Mál og menning
- Þitt eigið ævintýri 
 Ævar Þór Benediktsson, útg. Mál og menning
Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eiga sér lengsta sögu barnabókaverðlauna á landinu og er helsta markmið þeirra að vekja athygli á því sem vel er gert í bókaútgáfu fyrir unga lesendur og hvetja þá til bóklesturs. Valnefnd er skipuð Brynhildi Björnsdóttur formanni, Jónu Björg Sætran, Gunnari Birni Melsted, Davíð Stefánssyni og Þórdísi Aðalsteinsdóttur.
