Beint í efni

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru tilkynntar miðvikudaginn 11. desember í aðalsafni Borgarbókasafns. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum – fyrir fagurbókmenntir, barna- og unglingabækur og fræðibækur.     Eftirfarandi bækur eru tilnefndar: Barna- og unglingabækur Sif Sigmarsdóttir: Freyju saga – Múrinn. Útg. Mál og menning Sigrún Eldjárn: Strokubörnin á Skuggaskeri. Útg. Mál og menning Lani Yamamoto: Stína stórasæng. Útg. Crymogea Fagurbókmenntir Heiðrún Ólafsdóttir: Af hjaranum. Útg. Ungmennafélagið Heiðrún Vigdís Grímsdóttir: Dísusaga – Konan með gulu töskuna. Útg. JPV Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir: Stúlka með maga – skáldættarsaga. Útg. JPV Fræðibækur og rit almenns eðlis Guðný Hallgrímsdóttir: Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur. Einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu. Útg. Háskólaútgáfan Gréta Sörensen: Prjónabiblían. Útg. Vaka Helgafell Jarþrúður Þórhallsdóttir: Önnur skynjun – ólík veröld. Lífsreynsla fólks á einhverfurófi. Útg. Háskólaútgáfan Verðlaunin verða afhent á konudeginum, 23. febrúar á næsta ári. Hópur kvenna innan Rithöfundasambands Íslands og Hagþenkis stofnuðu til verðlaunanna vorið 2007, á Góugleðinni, bókmenntahátíð kvenna, til eflingar íslenskum kvenrithöfundum. Yfirlit yfir bækur sem hlotið hafa verðlaunin er að finna á Bókmenntavefnum.