Bækurnar Stína stórasæng eftir Lani Yamamoto og Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason eru tilnefndar fyrir Íslands hönd til Barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2014. Þrettán bækur eru tilnefndar í ár og var tilkynnt hvaða bækur hafa orðið fyrir valinu á alþjóðlegu barnabókamessunni í Bologna á Ítalíu í dag, miðvikudaginn 26. mars. Verðlaunaafhending fer fram á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi haustið 2014. Danmörk Louis Jensen og Lilian Brøgger (myndir): Halli Hallo! Så er der nye firkantede historier (Hæ! Halló! Þá eru komnar nýjar ferkantaðar sögur). Gyldendal 2012. Hanne Kvist: To af alting (Tvennt af öllu). Gyldendal, 2013 Finnland Annika Sandelin og Karoliina Pertamo (myndir): Råttan Bettan och masken Baudelaire. Babypoesi och vilda ramsor (Rottan Bettan og maðkurinn Baudelaire. Ungbarnakveðskapur og villtar þulur). Schildts & Söderströms 2013. Ville Tietäväinen og Aino Tietäväinen: Vain pahaa unta (Bara vondur draumur). WSOY 2013 Ísland Andri Snær Magnason: Tímakistan. Mál og menning, 2013 Lani Yamamoto: Stína stórasæng. Crymogea, 2013 Noregur Gro Dahle og Kaia Linnea Dahle Nyhus (myndir): Krigen (Stríðið). Cappelen Damm 2013. Håkon Øvreås og Øyvind Torseter (myndir): Brune. Gyldendal 2013. Svíþjóð Eva Lindström: Olli och Mo. Alfabeta Bokförlag 2012 Sofia Nordin: En sekund i taget (Ein sekúnda í senn). Rabén & Sjögren 2013 Grænland Kathrine Rosing og Nina Spore Kreutzmann (myndir): Nasaq teqqialik piginnaanilik (Töfraderhúfan). Milik Publishing 2012. Færeyjar Bárður Oskarsson: Flata kaninin (Flata kanínan). Bókadeildin 2011 Samíska tungumálasvæðið Máret Ánne Sara: Ilmmiid Gaskkas (Milli heima). DAT 2013