Stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun útgáfustyrkja fyrir árið 2013 en umsóknarfrestur rann út 22. mars síðastliðinn. Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar nú í fyrsta sinn útgáfustyrkjum. Alls bárust 115 umsóknir um útgáfustyrki frá 62 aðilum. Um 20 milljónum var úthlutað til 42 útgáfuverkefna. Meðal þeirra verka sem hlutu útgáfustyrki í ár eru:
- Af jörðu. Torfhús í íslensku landslagi eftir Hjörleif Stefánsson (Útgefandi: Crymogea)
- Landbúnaðarsaga Íslands eftir Jónas Jónasson og Árna Daníel Júlíusson (Útgefandi: Skrudda)
- Orð að sönnu – yfirlitsrit íslenskra málshátta eftir Jón G. Friðjónsson (Útgefandi: Forlagið)
- Vatnið í náttúru Íslands eftir Guðmund Pál Ólafsson (Útgefandi: Forlagið)
- Reykvíkingar V-VI eftir Þorstein Jónsson (Útgefandi: Sögusteinn ehf.)
- Galdraskræða (Útgefandi: Lesstofan)
- Skíðblaðnir – bókmenntatímarit (Útgefandi: Syrpa ehf.)
- FF(W)D? – samtímarit um tónlist (Útgefendur: Gunnar Karel Másson og Tinna Þorsteinsdóttir)