Beint í efni

Vesturbæjarlestur

Í tilefni Lestrarhátíðar í Reykjavík standa grunn- og leikskólar í Vesturbænum og Borgarbókasafn fyrir Vesturbæjarlestri dagana 15., 16. og 17. október. Borgarbókasafn býður upp á bókmenntatexta á óvæntum stöðum í ýmsum matvöruverslunum í hverfinu og upplestur úr bókum í Kjötborg og Pétursbúð. Auk þess geta gestir Vesturbæjarlaugarinnar spreytt sig á laufléttum bókmenntagetraunum sem munu fljóta um í heita pottinum. Dagskrá á vegum Borgarbókasafns: Alla dagana Bókmenntatextar á óvæntum stöðum í Kjötborg, Pétursbúð, Melabúðinni og Bónus og Krónunni við Fiskislóð. Grænar bækur í Melabúðinni Bókmenntagetraunir í Vesturbæjarlauginni 15. október Upplestur úr bókum í Pétursbúð kl. 12-12.30 16. október Upplestur úr bókum í Kjötborg kl. 15-15.30 Leshringurinn „Gamlar og góðar“ í aðalsafni fjallar um Vögguvísu á fundi sínum kl. 17.15