Bókmenntaborgin stóð fyrir myndagetraun í tilefni Bókamessunnar sem fór fram um liðna helgi. Það var spennuþrungin stund á skrifstofu Bókmenntaborgar þegar þrjú nöfn, sem náðu öllu réttu í myndagetrauninni, voru dregin úr norskri skíðahúfu. Vinningshafarnir eru Ingunn Ásdísardóttir, Rósa Harðardóttir og Oddný Heimisdóttir og hljóta þær bækur að gjöf frá Uppheimum, Forlaginu, Bjarti og Veröld. Við óskum þeim til hamingju og þökkum þeim sem tóku þátt! Lausnirnar í þessari skemmtilegu myndagetraun sjáið þið svo hér á síðunni. [gallery columns="2"]
Vinningshafar í myndagetraun
