Beint í efni

Furðusagnahátíð í Reykjavík

Slegið verður til hátíðar 23. til 24. nóvember í Norræna húsinu þar sem furðusögur og skyldar bókmenntir verða í hávegum hafðar. Það er Íslenska furðusagnafélagið sem stendur að hátíðarhöldunum, en verslunin Nexus og útgáfufélagið Rúnatýr eru aðalstyrktaraðilar hátíðarinnar. „Markmið hátíðarinnar er fyrst og fremst að vekja athygli á þessum bókmenntageira og opna fyrir umræðuna um hann,“ segir í fréttatilkynningu aðstandenda hátíðarinnar, „enda er mikil furðusagnabylgja að hefjast í íslenskum bókmenntaheimi.“ Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá þar sem ýmsir höfundar furðusagna, hvort sem um ræðir vísindaskáldskap, fantasíur eða gufupönk, munu lesa upp. Einnig verða fyrirlestrar á fræðilegri nótum þar sem Ármann Jakobsson talar um árdaga íslensku vísindaskáldsögunnar og Björn Þór Vilhjálmsson mun ræða þýðingar á hryllingsögum bandaríska höfundarins H.P. Lovecraft, meðal annarra. Aðstandendur hátíðarinnar eru Þorsteinn Mar, útgefandi og rithöfundur, og sigurvegarar íslensku barnabókaverðlaunana 2012, þeir Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson.  

Dagskrá hátíðarinnar:

Föstudagur

15:00 - Setning 15:10 - Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir 15:40 - Rökkurhæðir (upplestur) 16:00 - Hlé 16:15 - Ármann Jakobsson 16:45 - Kristján Már Gunnarsson (upplestur) 17:00 - Björn Þór Vilhjálmsson 17:30 - Emil Hjörvar Petersen (upplestur) 17:45 - Hlé 18:00 - Þorsteinn Mar 18:30 - Einar Leif Nielsen (upplestur) 19:00 - Fundarslit

Laugardagur

15:10 - Kjartan og Snæbjörn (upplestur) 15:30 - Gunnar Theodór Eggertsson (upplestur) 15:50 - Hlé 16:00 - Emil Hjörvar Petersen 16:30 - Hildur Knútsdóttir (upplestur) 16:50 - Ragnheiður Gestsdóttir 17:20 - Hlé 17:40 - Pallborðsumræður