Uppi í skýjunum
Lesa meira
Uppi í skýjunum og Dýr
Svo gerist það að börn eldast og þá eiga þau að venja sig við alvöru bækur, og um leið af myndum. Þetta er þjáningarfullt ferli og í raun óskiljanlegt og enn stend ég mig að því að sakna myndlýsinga í skáldsögum - mér fannst til dæmis Argóarflís Sjóns, með öllum sínum goðum, mönnum og meinvættum, beinlínis kalla á myndir, sömuleiðis hefðu dularfullar myndir við skáldsögu Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Yosoy, glatt mig afar mikið.