Um leikritið
Harmsaga er nútímaleg ástarsaga um allt sem heppnaðist og líka allt sem fór úrskeiðis. Í verkinu er af innsæi dregin upp mynd af ungum hjónum sem reyna hvað þau geta til að bjarga hjónabandinu sem er að tortíma þeim. Af vægðarleysi afhjúpar verkið ástir þeirra og sorgir, svikin loforð og brostna drauma.
Byggt á raunverulegum atburðum sem áttu sér stað á fyrsta áratug þessarar aldar.
Sýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu haustið 2013.
Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir.