Um bókina
Úrval ljóða hjaltneska ljóðskáldsins Christine De Luca frá tveggja áratuga tímabili í tvímála útgáfu á hjaltlensku og íslensku, í þýðingu Aðalsteins.
Úr bókinni
Lizzie Coutts-brekka
Eftir skóla á vetrardögum þustum við
yfir flötina að Lizzie Coutts-brekku
með glefsandi sleða á hælunum einso gólma hvolpa.
Betri gerðust ekki brekkurnar fyrir sleðaferðir:
nógu lág fyrir snarpa atlögu að toppnum
nógu brött til að bjóða upp á
áhættu; nógu löng til að njóta hennar.
Við hrúguðumst
tvö til þrjú í einu
hvert ofan á annað:
þeir huguðu á grúfu
engin merki um ótta.
Klingjandi járn á svelli
lausamjöllin puðraðist
framan í mann. Uppgefin
af skrækjum um leið og við þutum
yfir hverja einustu ójöfnu
áður en við steyptumst um koll.
Héldum svo heim í kvöldmat með hrímaða vettlinga
hendurnar rauðbólgnar af að toga í snæri.
Innan dyra eftir keppni kvöldsins
braust hitinn undir neglurnar
og augun blinduðust í birtunni.
(25)