Danskennarinn snýr aftur
Lesa meiraFimmta konan
Lesa meiraÁ villigötum
Lesa meira
Fimmta konan og Dauðadjassinn
Fimmta konan segir frá því að í kjölfar síðustu rannsóknar eru allir þreyttir í Ystad og því koma ný raðmorð ekki beint eins og kölluð. Ekki síst vegna þess að erfitt reynist að finna tengsl á milli hinna myrtu. Morðin eru sérlega grimmúðleg, eitt fórnarlambið fellur ofaní dýragildru og er stjaksett á oddhvössum bambusstöngum, annað er svelt þartil það örmagnast og síðan bundið við tré og kyrkt. Líkt og í fyrri bókum Mankells fáum við innsýn í heim morðingjans og vitum því alltaf aðeins meira en löggan, sem skapar áhugaverða spennu innan sögunnar. Og svo fáum við auðvitað að vita heilmikið um líf lögregluforingjans Wallanders og eins og í fyrri bókum þá spinnur sagan þræði sína útfyrir Svíþjóð.
Villibirta og Á villigötum
Hvern hefði grunað að norrænar glæpasögur lumuðu á svona miklu blóði? Það er ekki nóg með að sakamálasagan lifi góðu lífi í núinu, heldur eiga þær sér bara nokkuð langa sögu og sjálfsagt má að einhverju leyti rekja vinsældir nútímaglæpasagna aftur til áhrifa frá þeim eldri: Maj Sjövahl og Per Wahlöö eru þeir sem helst liggja undir grun. Ljóst er að margir glæpasagnahöfundar hafa gert húsleit hjá þeim félögum og fundið þar ýmis líf-sýni, eða teikn um hvernig skuli fara að með rannsókn málsins.