Hlaðvarpinn, menningarsjóður kvenna á Íslandi, auglýsir eftir umsóknum. Þetta er í sjötta sinn sem úthlutað verður úr sjóðnum. Sjóðurinn er til styrktar menningarmálum kvenna á Íslandi og styrkir verkefni sem beinast að því að greina, efla, varpa ljósi á og breyta stöðu kvenna í íslensku samfélagi. Frá 2008 hefur verið úthlutað árlega úr sjóðnum, alls hafa 96 verkefni af ólíkum toga verið styrkt. Gera má ráð fyrir að sjóðurinn tæmist á næstu tveimur eða þremur árum. Hlaðvarpinn er sjóður sem stofnaður var af hluthöfum Hlaðvarpans ehf. til styrktar menningarmálum kvenna á Íslandi. Stofnfé sjóðsins er söluandvirði fasteigna félagsins að Vesturgötu 3 í Reykjavík. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna á vefsíðu Hlaðvarpans. Umsóknarfrestur er til og með 17. október 2012.
Hlaðvarpinn auglýsir eftir umsóknum
