Beint í efni

Hljóðleikar

Hljóðleikar
Höfundur
Jóhann Hjálmarsson
Útgefandi
Hörpuútgáfan
Staður
Akranes
Ár
2000
Flokkur
Ljóð

Úr Hljóðleikum:

Næturnar í Caracas

Í nóttinni heyrist hálfkæft óp.
Ég lít út og sé
konu sem er hreyfingarlaus,
mann sem stendur kyrr
og haggast ekki heldur.
Ég skoða þau betur
hálfvakinn í nóttinni.
Konan er sjónhverfing,
maðurinn er tré
sem heldur uppi laufkrónu
of þungri
of þungri fyrir heiminn
og nóttina innst inni.
Ég heyri skothvell.
Ekkert fellur.
Nóttin í Caracas heldur áfram.

(s. 30)

Fleira eftir sama höfund

Til landsins: Ísland í ljóðum sautján nútímaskálda

Lesa meira

Ginsberg og Beat kynslóðin

Lesa meira

Ákvörðunarstaður myrkrið

Lesa meira

Trúarleg ljóð ungra skálda

Lesa meira

Gluggar hafsins

Lesa meira

Frá Umsvölum

Lesa meira

Harpkol är din vinge

Lesa meira

Ishavets bränningar

Lesa meira

Vetrarmegn

Lesa meira