Beint í efni

Hrognamál

Fimmtudagskvöldið 24. janúar kl. 20:00 verður annað upplestrarkvöldið í dagskrárröðinni „Afhjúpun“ þar sem minna þekkt skáld eru kynnt í bland við þekktari starfssystkin sín. Dagskráin fer fram í bókakaffi Iðu í Zimsen húsinu við Vesturgötu. Það eru stella og meðgönguljóð sem standa fyrir dagskrárröðinni í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. Upplestrar verða haldnir mánaðarlega út maí. Í þetta sinn er kvöldið helgað „hrognamáli“. Englendingar líkja öllu tungutaki sem þeir skilja ekki við grísku. Grikkir framsenda óskiljanleikan á Kínverja, og Kínverjar vilja meina að öll orð handan merkingar séu himnaskrift.   Við Íslendingar sendum okkar óskiljanleika þó ekki upp til himna heldur niður í hafið, þar sem talað er hrognamál. Skáldin sem stíga fram eru: Anton Helgi Jónsson Ragnhildur Jóhannsdóttir og Elías Knörr. Kynnir kvöldsins er Kári Tulinius.   [gallery link="file" order="DESC" columns="2" orderby="title"]