Beint í efni

Í leyfisleysi

Í leyfisleysi
Höfundar
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2014
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Höfundur er Lena Andersson.

Um bókina

Ester Nilsson er skáld og greinahöfundur, hún er jarðbundin manneskja í farsælli sambúð. Dag einn er hún beðin um að halda fyrirlestur um listamanninn Hugo Rask. Líf hennar kúvendist.

Þau Ester og Hugo hefja eins konar ástarævintýri. Það er hversdagslegt á sinn flókna hátt. Það er stórbrotið. Og alltaf yfirþyrmandi.

Úr bókinni

Ester Nilsson hét kona. Hún var ljóðskáld og greinahöfundur sem hafi, þrjátíu og eins árs að aldri, gefið út átta knappar og stuttorðar bækur. Sérstakar sögðu sumir, fjörlega skrifaðar sögðu aðrir, flestir höfðu aldrei heyrt á hana minnst.
   Af einstakri nákvæmni skilgreindi hún raunveruleikann út frá eigin skynjun og taldi veröldina vera eins og hún upplifði hana. Eða réttara sagt taldi hún að fólk skildi heiminn réttum skilningi ef það notaði athyglisgáfuna og lygi ekki að sjálfu sér. Hið huglæga var hlutlægt og hið hlutlæga huglægt. Hún reyndi að minnsta kosti að lifa samkvæmt þessu.
   Hún vissi að leitin að viðlíka nákvæmni gagnvart tungumálinu væri torveld en hún leitaði samt, vegna þess að annað gerði loddurum og froðusnökkum sem þóttust vera gáfaðir of auðvelt fyrir; mönnum sem höfðu ekki nægan áhuga á því hvernig tungumálið afhjúpaði tengsl fyrirbæranna.
   Þó neyddist hún hvað eftir annað til að viðurkenna að orð væru ónákvæm. Og hugsunin var ekki eins traust og hún gaf sig út fyrir að vera þó að hún væri byggð upp af kerfisbundnum fyrirbærum og tungumáli.
   Þessi frásögn fjallar um hinar ógnvænlegu gjár milli orða og hugsunar, ætlunar og tjáningar, raunveruleika og óraunveruleika, og það sem grær í þessum gjám.

(s. 7-8)

 

Fleira eftir sama höfund