Örlög guðanna: Sögur úr norrænni goðafræði
Lesa meira
Bavíani
Lesa meiraDrápin: Tannöd morðin
Lesa meiraÁ ég að gæta systur minnar?
Lesa meiraGoðsagnir í aldanna rás
Lesa meira
Örlög guðanna og Þór í heljargreipum
Faðir minn þreytist seint á því að minna mig á að Snorra-Edda er ekkert annað en samantekt og endursögn (kristins) grúskara sem hafði þörf fyrir að fella óreiðukenndar sagnir af goðum og heimssköpuninni í einhverskonar reglulegt form. Sjálfsagt hefði kalli fallist hendur frammi fyrir þeim fjölmörgu myndbirtingum goðsagnanna sem síðan hafa bæst við í myndlist, myndskreytingum og myndlýsingum, að ekki sé talað um myndasögur og teiknimyndir. Allar þessar útgáfur bera vitni sjálfstæðum túlkunum, þær eru tilbrigði við goðsögurnar, nýr búningur sem mótar söguna uppá nýtt. Hefðbundnari útgáfan af þessum tilbrigðum eru endursagnir sem þá eru iðulega ætlaðar nýjum kynslóðum, væntanlega á þeim forsendum að tungumál úreldist en ekki sagan sjálf.