Verðlaun
tilnefningar
2020 - Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka: Dulstafir: Dóttir hafsins
Dulstafir : Orrustan um Renóru
Lesa meiraEftir hrakfarirnar í marmaraborginni standa Elísa og gæslumennirnir frammi fyrir krefjandi ferðalagi sem fer með þau um gjörvallt landið. Hættur leynast víða, sterkar tilfinningar krauma og ungmennin þurfa að taka erfiðar ákvarðanir. Lokaorrustan við steingyðjuna er framundan og örlög allrar Renóru hvíla á herðum þeirra. En hvað mun slík orrusta kosta þau?. . Fyrsta bókin í bókaflokknum, Dóttir hafsins, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021. Önnur bókin, Bronsharpan, var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og valin Besta barna- og ungmennabók af bóksölum 2022. Kristín Björg hlaut Vorvindar IBBY 2023.Dulstafir: Dóttir hafsins
Lesa meira
Ógn úr öðrum heimi
Orrustan um Renóru er afar spennandi og stendur algerlega undir væntingum sem lokakafli í Dulstafa-þríleiknum. Sagan er grípandi og áhugaverð, persónur vekja samkennd með lesandanum sem óskar þess innilega að allt gangi upp hjá þeim.
Dóttir hafsins
Hafmeyjur og marbendla þekkja flestir úr þjóðsögum og ævintýrum. Almennt eru þessir sjávarvættir einhverskonar blanda af fiski og manni og hafmeyjurnar eru öllu algengari en karlkyns samsvaranir þeirra. Oft eru þær forkunnarfagrar, mennskar niður að mitti en með sporð í stað fótleggja. Þær lokka til sín grunlausa sæfara með töfrandi söng, leiða þá af réttri leið og granda skipum þeirra.