At og aðrar sögur
Lesa meiraSmásagnasafnið At og aðrar sögur geymir sextán spennandi draugasögur sem ætlaðar eru lesendum frá 9 ára aldri. Bókin kom út í tengslum við alþjóðlegu barnabókahátíðina Draugur úti í mýri sem haldið var í Norræna húsinu.
At og aðrar sögur
Í bókinni At og aðrar sögur eru 16 draugasögur fyrir börn, valdar úr ríflega hundrað sögum sem bárust í smásagnakeppni sem efnt var til í tilefni barnabókahátíðarinnar Draugur úti í mýri. Hátíðin var haldin hér í febrúar síðastliðnum. Eins og nafn hennar gefur til kynna var þemað í ár draugasögur. Sögurnar eru eftir 14 höfunda, en þær Arndís Þórarinsdóttir og Kristín Steinsdóttir eiga tvær sögur hvor. Verðlaunasagan, At, er eftir Guðmund Brynjólfsson en þekktari höfundar, þær Kristín Helga Gunnarsdóttir og Iðunn Steinsdóttir hlutu önnur og þriðju verðlaun.