Mánudaginn 18. febrúar mun Tómas R. Einarsson mæta í Café Lingua í aðalsafni Borgarbókasafns og spjalla um áhuga sinn á rómönsku Ameríku, ferðir sínar um þær slóðir og segja frá því hvernig spænskan opnaði honum dyr inn í kúbanska tónlist og menningu. Hann fjallar einnig um kúbönsk skáld og kúbanskar bókmenntir og lesin verða ljóð eftir skáldið Herberto Padilla á íslensku og spænsku. Í lokin mun Tómas grípa í kontrabassann og jafnvel spila á bjöllur líka. Café Lingua er lifandi tungumálavettvangur í Borgarbókasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi. Safnið býður gestum að hitta aðra heimsborgara á tungumálatorginu á fyrstu hæð safnsins á mánudögum kl. 17 - 18. Café Lingua er staður fyrir orð, spjall og lifandi samskipti á alls kyns tungumálum. Allir eru velkomnir og þátttaka ókeypis.
Kúbönsk skáld og menning á Café Lingua
