Borgarbókasafn, í samvinnu við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, býður upp á leshring fyrir fólk á aldrinum 12-14 ára í aðalsafni, Tryggvagötu 15 og hefst hann í byrjun júlí. Leshringurinn er góður vettvangur fyrir þá sem lesa lítið en langar að hella sér í lesturinn sem og fyrir hina sem lesa meira og vilja deila lestrarreynslu sinni með öðrum. Í leshringnum verða tvær til þrjár bækur lesnar og rætt um um þær frá mismunandi sjónarhornum. Starfsmenn bókasafnsins kynna bækurnar og hefja umræðuna. Boðið verður upp á ýmislegt annað skemmtilegt svo sem kynningu á uppáhaldsbókinni, bókmenntagöngu og aðra spennandi hluti sem þátttakendur ákveða í samráði við starfsmenn safnsins. Leshringurinn verður í fjögur skipti dagana 2., 4., 9., og 11. júlí í aðalsafni, Tryggvagötu 15 og hefst kl. 10 alla dagana. Allir á aldrinum 12-14 ára velkomnir! Áhugasamir skrái sig í söfnunum eða með því að senda póst á Sögu Kjartansdóttur, saga.kjartansdottir@gmail.com
Leshringur fyrir 12 - 14 ára krakka
