Um þýðinguna
Ma vie avec Mozart eftir Eric-Emmanuel Schmitt, í íslenskri þýðingu Sigurðar.
Bókinni fylgir geisladiskur með upptökum af flutningi á tónsmíðum Mozarts.
Úr Lífi mínu með Mozart
Kæri Mozart.
Hripa þér nokkur orð til þess að láta þig vita að ég er loksins orðinn að karlmanni, það er að segja manni sem lætur sig ekki lengur bara dreyma um ástina heldur hefur fundið henni líkamlega tjáningu.
Ég þurfti að bíða þangað til ég varð tvítugur. Jafn lengi og þú samkvæmt því sem stendur í ævisögu þinni. Þetta eigum við sameiginlegt. Verst að það eina sem við eigum sameiginlegt skuli vera seinþroski í ástamálum en alls ekki bráðþroskinn að öðru leyti.
Af hverju vorum við báðir svona seinir til, við sem gátum oft verið svo ansi klókir? Ef ég svara bara fyrir mig, þá var ég svo hræddur við annað fólk og enn hræddari við sjálfan mig.
En þú?
Kannski vorum við svona seinir á okkur vegna þess að við vorum vanir því að heilla aðra með hlutum sem ekki tengdust líkama okkar, þú með tónlistinni og ég – í minna mæli – með orðum...
Jæja, þá er þetta frá, allt í góðu lagi, takk fyrir.
Hittumst von bráðar.
(34-5)