Það var líf og fjör í Ráðhúsi Reykjavíkur um síðustu helgi, þar sem Bókamessa í Bókmenntaborg var haldin dagana 23. og 24. nóvember. Fjöldi fólks lagði leið sína í Ráðhúsið til að kynna sér það nýjasta í bókaflórunni þetta árið. Höfundar lásu upp úr verkum sínum og flutt voru fræðandi erindi og umræður um nýjustu bækurnar. Bókmenntadagskráin var fjölbreytt en ýmislegt annað var einnig á boðstólum á messunni. Krakkar gátu gripið í LEGO kubba, skorað rithöfund á hólm í fótboltaspili og slappað af í bókahorninu og sökkt sér í bækur í boði Borgarbókasafns Reykjavíkur. Einnig var boðið upp á lifandi tónlist, kræsingar voru eldaðar upp úr helstu matreiðslubókum vertíðarinnar og hægt var að flikka upp á útlitið, fá sér nýja hárgreiðslu og naglaskreytingu hjá sérfróðum. Við þökkum öllum þeim sem nutu helgarinnar með okkur í Ráðhúsinu og hlökkum þegar til næstu messu! [gallery link="file" ids="7233,7234,7235,7236,7237,7238,7239,7240,7241,7242,7243,7244,7245,7246,7247,7248,7249,7250"] Ljósmyndir: Sigrún Eggertsdóttir og Davíð Kjartan Gestsson
Lif og fjör á Bókamessu
