Líf annarra en mín
Lesa meiraSkíðaferðin
Lesa meiraÓvinurinn
Lesa meira
Skíðaferðin
Emmanuel Carrère er líklega þekktastur fyrir sögu sína Óvinurinn, sem hefur einnig verið kvikmynduð. Verk hans eru af ólíkum toga, en auk þess að skrifa bækur er Carrère þekktur sem kvikmyndagerðarmaður og handritshöfundur. Skáldsagan Skíðaferðin er skrifuð nokkrum árum áður en Óvinurinn kom út, árið 1995, og fyrir hana hlaut höfundur hin virtu frönsku bókmenntaverðlaun Femine. Segja má að bókin sé í raun einskonar nóvella, stutt skáldsaga, og segir hún frá ungum dreng, Nicolas, og skólaferðalagi sem á eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir líf hans.