Beinhvít ljóð
Lesa meira
Beinhvít ljóð
Það eru drekaflugurnar sem svo er lýst að augun séu „stærri en hausinn á þeim” og þannig virðast þær „gjörsamlega agndofa / yfir fegurð þessa heims”. Ljóðið er eftir hinn litháíska Gintaras Grajauskas en hann var einn af gestum bókmenntahátíðar nú í haust. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson gaf af því tilefni út bókina Beinhvít ljóð með sínum eigin fínu þýðingum á ljóðum Grajauskas. Það veitir kannski ekki af að minna á að það eru ekki bara glæpamenn sem koma frá Litháen, þaðan berast líka nokkuð glæpsamlega góð ljóð.