Ofurhetjan
Lesa meiraAf hverju ég?
Lesa meira
Ofurhetjan
Ofurhetjur eru áberandi í dægurmenningunni um þessar mundir. Risarnir Marvel og DC keppast við að dæla út kvikmyndum og þáttum um hinar ýmsu hetjur, sem nota ofurkrafta sína til að berjast við illmenni og leita að réttlæti. Oft eiga þær erfiða fortíð sem litar tilveru þeirra og sem er kveikjan að baráttu þeirra fyrir betri heimi. Hetjurnar eru margskonar og búa yfir mismunandi kröftum en eiga það þó allar sameiginlegt að vera þrátt fyrir allt manneskjur inn við beinið. Þær eru breyskar eins og við hin, gera mistök og eru oft á tíðum ansi sjálfhverfar. Kannski er það einmitt þetta samspil mennsku og ofurmennsku sem gerir þær svona heillandi. Ofurhetjan eftir Hjalta Halldórsson sækir innblástur í ofurhetjusögur og kallast að mörgu leyti á við þær.
Langelstur í bekknum og Af hverju ég?
Skólinn gegnir stóru hlutverki í lífi flestra barna; þar verja þau stórum hluta úr deginum og félagslífið og námið geta haft mikil áhrif. Í tveimur nýútkomnum barnabókum, Langelstur í bekknum eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Af hverju ég? eftir Hjalta Halldórsson er fjallað um krakka sem finnst af ólíkum ástæðum ekki alltaf auðvelt að vera í skóla. Bergrún Íris hefur áður sent frá sér myndabækur fyrir börn en Af hverju ég? er fyrsta bók Hjalta.