Herra Pip
Lesa meira
Herra Pip
Herra Pip eftir Lloyd Jones er eflaust orðin vinsælasta nýsjálenska skáldsaga allra tíma. Hún hefur selst í ótrúlegum upplögum, verið þýdd á gríðarmörg tungumál og tilnefnd til margra verðlauna og unnið nokkur. Höfundurinn segir reyndar í viðtali að það að vera titlaður ‘nýsjálenskur’ í bresku pressunni færi hann strax út á jaðarinn – ‘eins og að vera rithöfundur frá Falklandseyjum’ (Guardian, 14. okt. 2007). Ég segi nú bara, þetta fólk veit ekki hvað jaðar er…