Saffranráðgátan
Lesa meiraDemantaráðgátan
Lesa meira
Saffranráðgátan og Hringavitleysa
Glæparáðgátur, flakk milli heima og ævintýraleg atburðarás eru allt eitthvað sem sannarlega getur átt heima í góðri bók. Hér á eftir verður fjallað um tvær nýútkomnar barnabækur sem báðar fjalla um tvo vini sem þurfa að leggjast á eitt til að leysa úr flóknum málum og bjarga deginum.
Demantaráðgátan
Demantaráðgátan er nýútkomin barnabók eftir Martin Widmark með myndskreytingum eftir Helenu Willis. Bókin er upprunalega gefin út á sænsku árið 2002 en er hér í íslenskri þýðingu Írisar Baldursdóttur. Bókin er rétt rúmlega 75 blaðsíður, með stóru letri og ríkulega myndskreytt og hentar því vel yngstu lesendunum. Í Svíþjóð er talað um að börn á ákveðnum aldri séu á „slukaråldern“ en á kápu bókarinnar er það lauslega þýtt sem „háma-í-sig-bækur-aldurinn“. Með því er átt við börn á yngri stigum grunnskóla sem lesa mjög mikið og virðast stundum hreinlega gleypa í sig bækurnar.