Veronika ákveður að deyja
Lesa meiraEllefu mínútur
Lesa meiraAlkemistinn
Lesa meira
Ellefu mínútur
Brasilísk stúlka elst upp í litlu þorpi en lætur sig dreyma um fjarlægar og meira spennandi slóðir, frægð og fé. Hún fer út í hinn stóra heim við fyrsta tækifæri sem býðst, fyrst til Rio en ákveður síðan að freista gæfunnar í Sviss. Þar dregur ýmislegt á daga hennar og fer svo að lokum að hún hittir fyrir menntaðan heimsmann, verður ástfangin – og svo er best að segja ekki meira. Þetta hljómar allt mjög kunnuglega, gæti verið efni í hvaða ástarsögu sem er, eða ævintýri, eða rómantískri Hollívúddkvikmynd. Ramminn um sögu Coelho er semsagt ákaflega einfalt ævintýri sem fylgir formúlunni sem slíkt. Enda hefst hún á orðunum "einu sinni var …" og sögumaðurinn er mjög meðvitaður um þetta form sögu sinnar.