Úti í myrkrinu
Lesa meiraNonnikonni og kúlurnar
Lesa meira
Fimm myndskreyttar barnabækur
Það veitir ekkert af því að lesa sögur um góða vini, aðhlynningu og umhyggjusemi nú þegar skammdegið hefur sjaldan verið svartara. Á hverju ári koma jólasveinarnir í bæinn með nokkurn fjölda myndabóka fyrir börn og kennir þar ýmissa grasa. Hér verða nokkrum slíkum gerð stuttleg skil.
Sex litlar myndabækur
Eitt af því sem heillar mig við myndabækur fyrir börn er hversu mikilli sögu er hægt að koma fyrir í lítilli bók. Þær bækur sem hér eru til umfjöllunar einkennast af því að þar er ekki mikill texti, þær eru ekki þykkar þó vissulega séu þær í stærra broti en gengur og gerist, en á þessum fáu síðum er komið til skila heilum heimum.