Beint í efni

Nauthólsvík - Kristín Ómarsdóttir

Hér, nærri verki Helgu Guðrúnar Helgadóttur, „Sólstólar“ í Nauthólsvík les Kristín Ómarsdóttir ljóð sitt „Íslensk ættjarðarljóð“, úr bókinni Sjáðu fegurð þína (Uppheimar, 2008).

Kristín Ómarsdóttir (f. 1962) skrifar skáldsögur, smásögur, ljóð og leikrit og verk hennar eru oft bæði ljóðræn og fantasíukennd. Kristín er meðal okkar eftirtektarverðustu höfunda og hefur hún hlotið ýmsar viðurkenningar, svo sem Grímuna og Menningarverðlaun DV.

Umsjón með upptökum hafði Jórunn Sigurðardóttir á Rás 1 Ríkisútvarpsins