Beint í efni

Nordicomics

Norrænar myndasögur samtímans eru til sýnis á sýningunni Nordicomics Islands, sem opnaði laugardaginn 12. janúar í aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavíkur. Á sýningunni er sjónum beint að norrænum myndasöguhöfundum, þar á meðal frá Íslandi, Grænlandi og Álandseyjum. Þemu sýningarinnar snúa að frábrigðum og fjarlægðum milli fólks og landsvæða, túlkun aðkomumanns á ókunnugu umhverfi og sagnfræðilegum og tilfinningalegum landsvæðum norðursins. Höfundar sem eiga myndir á sýningunni eru Mari Ahokoivu (Finnland), Eeva Meltio (Finnland), Josefin Svenske (Svíþjóð), Lene Ask (Noregur), Søren Mosdal (Danmörk), Hugleikur Dagsson (Ísland), Nuka K. Godtfredsen (Grænland), Linus Strandberg (Álandseyjar). Nordicomics Islands sýningin ferðast á milli eyjaborganna Reykjavíkur, Nuuk, Maríuhafnar og Þórshafnar vorið 2013. Nákvæmar dagsetningar og nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Nordicomics. Að Nordicomics Islands sýningunni standa finnsku myndasögusamtökin, í samvinnu við Borgarbókasafn Reykjavíkur, með stuðningi Norræna menningarsjóðsins og Menningarsjóðs Íslands og Finnlands.