Beint í efni

Norræn námsbókaráðstefna í Reykjavík

Norræn ráðstefna um námsbækur fer fram í Reykjavík dagana 14.-16. ágúst. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að ráðstefnunni en um sextíu erlendir gestir taka þátt í henni auk íslenskra námsbókaútgefenda. Þema ráðstefnunnar er framtíð námsbóka og breyttar hugmyndir um námsbækur  á starfrænum tímum. Margir erlendir og innlendir fyrirlesarar halda erindi um breyttar kröfur kennara og nemenda til námsefnis og hvernig námsefni er að þróast með tækninýjungum. Meðal fyrirlesara er Hlíf Böðvarsdóttir kennari í Keili og fjallar erindi hennar um breytt kennsluumhverfi og nefnist  0UR M1ND5 C4N D0 4M4ZING 7H1NG5! Why and how we flipped the classroom.