Beint í efni

Orðlist á Vetrarhátíð í Reykjavík

Vetrarhátíð í Reykjavík verður haldin dagana 7. - 10. febrúar. Að vanda er dagskráin fjölbreytt en hún fer fram um allt höfuðborgarsvæðið. Hér höfum við tekið saman það helsta sem boðið er upp á á sviði bókmennta, orðlistar og frásagna hvers konar. Heildardagskrána má svo sjá á vef Vetrarhátíðar en þar er hægt að setja saman sína eigin dagskrá, skoða staðsetningu viðburða og nálgast dagskrána í snjallsímaútgáfu.

ALLA DAGANA

Nordicomics Islands – sýning Borgarbókasafn, Tryggvagötu 15 Sýning á norrænum myndasögum. Höfundar eru frá Íslandi, Grænlandi og Álandseyjum.

FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR

20:30-23:30 Með blóði vættan góm Bíó Paradís, Hverfisgata 54 Bókmenntaborgin Reykjavík og Rúnatýr bjóða upp á hrollvekjandi dagskrá um vampírur og aðrar myrkar verur í Bíó Paradís á opnunarkvöldi Vetrarhátíðar. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir spjallar um furðusögur, höfundar lesa úr verkum sínum og einnig les Gerður Sif Jóhannsdóttir úr nýrri þýðingu á Drakúla eftir Bram Stoker. Höfundar sem lesa eru Þorsteinn Mar, Jóhann Þórsson og Einar Leif Nielsen. Ljósmyndir sem hæfa efninu eftir Guðmund Óla Pálmason (aka Heldriver) verða á veggjum og í lok bókmenntadagskrárinnar kl. 22 verður hin fræga vampírumynd F.W. Murnous um Orlok greifa, Nosferatu, sýnd í sal 2. Frítt er inn á myndina. Veitingasala bíósins verður opin. 20:15-21:00 Gímaldin og félagar Íslenski Barinn, við Austurvöll Gímaldin og félagar er rokksveit með textagrunni. Félagarnir ætla að hylla íslenskan vetur með því að spila íslenskan blús. 20:30-21:30 Augu Gláms í myrkrinu Kaffi Reykjavík, Vesturgata 2 Jazzkvintett Jóhönnu Þórhalls spilar og Óttar Guðmundsson segir sögur af draugagangi og myrkfælni í lífi Grettis Ásmundarsonar og Gísla Súrssonar.

FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR

17:00-17:20, 17:30-17:50 & 18:00-18:20 Nornasögustundir Borgarbókasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 15 Sagðar verða nornasögur í rökkrinu í barnadeildinni á 2. hæð safnsins. 17:00-22:30 Vasaljós í myrkri Borgarbókasafn, Tryggvagötu 15 Önnur hæð aðalsafns verður myrkvuð, gestir fá vasaljós til að komast leiðar sinnar og finna þá fjársjóði sem leynast í hillum safnsins. 10:00-10:30, 13:00-13:30 & 14:00-14:30 Myrkrasögur í sögubílnum Æringja Ingólfstorg i Nornin Nína býður upp á magnaðar og mjúkar myrkrasögur. 19:00-24:00 Ratleikur um bókasafnið Bókasafn Hafnarfjarðar, Strandgötu 1 Gestum bókasafnsins býðst að laða fram keppnisskapið með því að taka þátt í spennandi ratleik um safnið. Vegleg verðlaun eru í boði og allir fá glaðning. 19:00-23:59 Getið í gamla skrift Þjóðskjalasafn Íslands, Laugavegi 162 Gestir geta spreytt sig á að skrifa og lesa í gamla skrift. 19:00-23:00 Skrifað á skinn Þjóðmenningarhúsið, Hverfisgötu 15 Gestum býðst að spreyta sig við skriftir á kálfskinn með fjaðurpenna og nýsoðnu jurtableki. 19:30     Bókasafn Garðabæjar, Garðatorgi 7 Leikspuni nema af leiklistarbraut FG Nemendur verða með uppákomu fyrir börn á öllum aldri. 20:00 - 22.00 Fjallkonan og Reykvíska eldhúsið Þjóðabókhlaðan Sýning og örmálþing um matar- og veitingahúsamenningu í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar. Guðjón Friðriksson sér um leiðsögn um slóðir Kristínar Dahlstedt í Kvosinni. 20:00-20:40 Ljóðahópur frá Gjábakka Árbæjarsafn, Lækjargötusalur Hópurinn flytur ljóð, ræðir um bragarhætti og myndmál og ástæður þess að fólk semur ljóð. 20:00-20.30 Ég á mér draum Borgarskjalasafn, Tryggvagötu 15 Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur flytur erindi um dauðann. Ég á mér draum um betra líf og betri heim.  Þar sem allir eru virtir, hver á sínum stað, í sinni stétt og stöðu.  Og dauðinn er aðeins upphaf að betri tíð. 20:00-21:00 Sagnakvöld Byggðsafnsins  Byggðasafn Hafnarfjarðar, Pakkhúsið, Vesturgötu 6 Sigurborg og Sigurbjörg segja sögur af ömmum og fleiri góðum konum sem fáir hafa heyrt áður og bregða upp svipmyndum af lífi genginna kynslóða. 20:00-20:30  Skúli Magnússon og Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir Landnámssýningin, Aðalstræti 16 Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir, rithöfundur og sagnfræðingur, mun halda uppi spjalli um eigin sýn á Skúla Magnússon og Innréttingarnar í Reykjavík á átjándu öld.
 20:30-21:00 Fyndnar furðuverur Náttúrufræðistofa Kópavogs, Hamraborg 6a
Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður spjallar við safngesti um dýrslegar, fyndnar og furðulegar myndastyttur sínar. 20:30-22:30 Ljóðaslamm – Bilun Borgarbókasafn, Tryggvagötu 15 Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins verður haldið í sjötta sinn á Safnanótt. Þar stíga skáld á aldrinum 15 – 25 ára fram og flytja frumsamda texta á lifandi hátt, en eina skilyrðið fyrir þátttöku er að ekki sé um hefðbundinn ljóðaupplestur að ræða. Skáldin geta flutt skáldskapinn í bland við tónlist, myndir, dans eða aðra list og verða þrjú bestu atriðin að mati dómnefndar valin til verðlauna. Þema slammsins í ár er bilun. 21:30  Gestaslamm Borgarbókasafn, Tryggvagötu 15 Christian Ritter, þýskur ljóðaslammari og gestur keppninnar í ár, kemur fram í hléi ljóðaslamms og flytur frumsamið efni á ensku. 20:30-21:00 Þjóðlög í myrkri Þjóðmenningarhúsið, Hverfisgötu 15 Unnur sara Eldjárn og Gréta Rún Snorradóttir flytja þekkt íslensk þjóðlög í bland við frumsamin lög. Efnið er útsett fyrir söng og selló. 20:45 Klippt og skorið Bókasafn Garðabæjar, Garðatorgi Sigurborg Stefánsdóttir myndlistarkona flytur fyrirlestur um skapandi bókverk. Verk Arkanna verða kynnt og fjallað um sýningar þeirra. 21:00-21:30 Draugasögur Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 15 Björn Hróarsson fer með nútíma draugasögur. Jarðfræðingurinn og rithöfundurinn lýsir draugagangi í nútímanum með áhrifamiklum sögum úr bók sinni Narfa. 21:00-22:00 Kvöldgestir í Kvosinni Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófarhúsi Dagskrá í tengslum við sýningu Kvosin 1986 & 2011.  Spjallað verður við höfunda bókarinnar Kvosin, rætt um svæðið og þær breytingar sem hafa orðið á tímabilinu. 21:00-22:00 Þjóðleg kvöldvaka á Safnanótt Víkin, Sjóminjasafn , Grandagarði 8 Kór Akraneskirkju sviðsetur þekktar þjóðsögur í formi ljósmynda og málverka. Fluttar verða sögurnar Móðir mín í kví, kví, Miklabæjar-Sólveig, Djákninn á Myrká  og Reynisstaðabræður. 21:15-21:45 Sólborgarmálið frá 1893 Þjóðskjalasafnið, Laugavegi 162 Benedikt Eyþórsson sagnfræðingur rifjar upp Sólborgarmálið frá 1893 í máli og myndum. Þar segir frá sviplegum örlögum hálfsystkinanna Sólborgar og Sigurjóns á Svalbarði í Þistilfirði sem voru ákærð fyrir að hafa eignast barn saman og borið það út. Einar Benediktsson skáld, sem þá var settur sýslumaður Þingeyinga, rannsakaði málið og kvað upp dóm í héraði. Þess má geta að skáldsaga Thors Vilhjálmssonar, Grámosinn glóir, byggir á þessu máli. 21:45-22:15 Kokkastúlka og kærasta í kaupstað Þjóðskjalasafn Íslands, Laugavegi 162 Guðný Hallgrímsdóttir doktorsnemi í sagnfræði rekur ævisögu vinnukonu sem meðal annars starfaði hjá dönskum kaupmönnum á Akureyri undir lok 18. aldar og átti í leynilegu ástarsambandi með þekktum dönskum kaupmanni. 23:00-23:40 Rökkurleiðsögn Árbæjarsafn, Kistuhyl 4 Gengið verður um Árbæjarsafn og áhersla lögð á frásagnir sem kunna að vekja óhug og hrylling.

LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR

14:00-18:00 Furðusögur á Flóamarkaði Flóamarkaðurinn, Baldursgötu 37 Kristín G. Magnús leikkona segir sögur sem tengjast ýmsum hlutum á flóamarkaðinum. Kristín G. Magnús leikkona segir sögur sem tengjast ýmsum hlutum á flóamarkaðnum. 16:00-17:00 AÐVENTA Hlaðan, Gufunesvegi Einleikurinn Aðventa segir frá svaðilförum vinnumannsins Benedikts sem fer til fjalla í vetraríki aðventunnar að leita þess fjár sem eftir varð er smalað var um haustið. 17:00-18:00 Myrkur í tali og tónum Hannesarholt, Grundarstíg 10 Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur og finnsku tónlistarmennirnir í Vetrarbandalaginu Matti Kallio ,Lassi Logrén og Matti Latinen, leiða saman myrka hesta sína í tali og tónlist. 19:00-19:30 Frá myrkri til ljóss  Nauthólsvík Sigfríð Þórisdóttir les úr bók sinni „Ópera sálarinnar“.

SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR

14:30-15:00 & 16:00-16:30 Myrkrasögur í sögubílnum Æringja Ingólfstorg Nornin Nína býður upp á magnaðar og mjúkar myrkrasögur.