Beint í efni

Óvinurinn

Óvinurinn
Höfundur
Emmanuel Carrère
Útgefandi
JPV-útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2002
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Þýðing Sigurðar á L'Adversaire eftir Emmanuel Carrere.

Úr Óvininum

Að morgni laugardagsins 9. janúar 1993, á sama tíma og Jean-Claude Romand var að myrða konu sína og börn, var ég með fjölskyldu minni á foreldrafundi í skólanum hjá Gabríel, elsta syni okkar hjóna. Þá var hann fimm ára, jafngamall Antoine Romand. Á eftir fórum við í mat heima hjá foreldrum mínum og Romand fór heim til foreldra sinna og drap þau eftir matinn. Enda þótt ég sé yfirleitt með fjölskyldunni um helgar var ég einn á vinnustofu minni laugardagseftirmiðdaginn og áfram á sunnudeginum því ég var að keppast við að klára bók sem ég var búinn að vinna að í heilt ár. Þetta var ævisaga Philips K. Dick sem skrifaði vísindaskáldsögur. Síðasti kaflinn segir frá því er hann lá banaleguna í dauðadái. Ég lauk við bókina á þriðjudagskvöld og á miðvikudagsmorgni las ég í dagblaðinu Libération fyrstu greinina um Romandmálið.
(s. 5)

Fleira eftir sama höfund

Líf annarra en mín

Lesa meira

Skíðaferðin

Lesa meira