Beint í efni

Rafbók Hallgríms nýtur vinsælda á Amazon

Bók Hallgríms Helgasonar, The Hitman’s Guide to Housecleaning, eða ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, er ofarlega á vinsældarlista Amazon yfir spennubækur í Kindle-rafbókarformi. Bókin er gefin út af Amazon bæði í Kindle- og kiljuformi. Á fyrsta degi fór bókin inn á topp tíu í Kindle-búð Amazon í Englandi og um stund náði hún toppsætinu í spennusagnaflokki af Stieg Larsson, höfundi Millennium-þríleiksins.