Griðastaður
Lesa meiraSíðasti musterisriddarinn
Lesa meira
Fjórar þýddar glæpasögur
Þær eru harla ólíkar þessar fjórar glæpasögur sem rak á fjörur mínar þetta sumarið, en sumarið er tími glæpanna eins og flestir vita. Á sumrin er ég svo þakklát fyrir að fá bara að lesa léttmeti segir kona á bókasafninu við mig, næstum afsakandi með bunka af dægurbókmenntum af ýmsu tagi, aðallega þó krimma. Ég er henni hjartanlega sammála og vona að ég hafi náð að koma slíkum afsakandi tóni fyrir kattarnef.
Síðasti musterisriddarinn
Sagan gengur út á mikinn leyndardóm sem musterisriddararnir (sem eru afar vinsælt tema í sögulegum reyfurum af þessu tagi, því saga þeirra virðist beinlínis böðuð ljóma leyndardómsins) hafa geymt um aldir. Og leyndardómurinn hefur að gera með ættboga Jesú. Eftir dramatískt rán í Metropolitan safninu í New York fær ungur fornleifafræðingur, hin einstæða móðir Tess, sérstakan áhuga á einum gripnum sem var stolið, en hann virðist vera einskonar dulmálsvél. Hún tengir vélina musterisriddurunum, en ekki er tekið mikið mark á henni, utan að hinn ungi alríkislögreglumaður Reilly er tilbúinn til að hlusta, en það er nú aðallega vegna þess að hann er skotinn í henni.