Beint í efni

Rithöfundasjóður RÚV heiðrar Guðmund Andra

Stjórn Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins veitti rithöfundinum Guðmundi Andra Thorssyni viðurkenningu sjóðsins, ásamt framlagi að upphæð 500 þúsund krónum, á 83 ára afmælisdegi Ríkisútvarpsins. Bergljót S. Kristjánsdóttir, formaður dómnefndar, veitti Guðmundi viðurkenninguna í húsnæði Ríkisútvarpsins í Efstaleiti, föstudaginn 20. desember.

Rithöfundasjóður Ríkisútvarpsins

Á gamlársdag hefur verið hefð fyrir því að úthluta viðurkenningum til eins eða tveggja rithöfunda úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins. Árið 2009 var brugðið út af vananum og var viðurkenningin veitt þann 18. desember og 2010 var hún veitt á 80 ára afmæli RÚV þann 20. desember. Í stjórn sjóðsins eiga sæti fimm menn, einn skipaður af menntamálaráðherra og er hann formaður, tveir af Ríkisútvarpinu og tveir af Rithöfundasambandi Íslands. Á heimasíðu Bókmenntavefsins má sjá lista yfir rithöfunda sem hlotið hafa viðurkenninguna.