Beint í efni

Ritlistarsamkeppni Aesthetica

Bókmenntatímaritið Aesthetica kallar eftir þátttakendum í árlegri ritlistarsamkeppni sinni. Samkeppnin býður upp á einstakt tækifæri fyrir rithöfunda, hvar sem þeir eru staddir í heiminum, til að koma skáldskap sínum á framfæri á alþjóðlegum vettvangi. Að jafnaði eru sendir inn yfir 3000 textar í ritlistarsamkeppni Aesthetica og hafa fyrri sigurvegarar hennar hlotið talsverða athygli á heimsvísu. Hlutskarpasta skáldið fær ljóð sitt  eða smásögu birta í árlegu safnriti tímaritsins auk bókagjafar og 500 punda í verðlaunafé. Innsendir textar þurfa að vera ritaðir á ensku. Lengd másagna takmarkast við 2000 orð og innsend ljóð mega ekki vera lengri en 40 línur. Skráning fer fram á heimasíðu tímaritsins – aestheticamagazine.com – þar sem nálgast má að auki frekari upplýsingar um samkeppnina. Þátttökugjald er 10 pund og lokað verður fyrir skráningu 31. ágúst 2014.