Um þýðinguna
Romeo and Juliet eftir William Shakespeare í endursögn Helen Street. Þýðing eftir Friðrik Erlingsson.
Myndefni eftir Charly Cheung.
Rómeó og Júlía tilheyrir flokki endursagna á þekktum skáldsögum. Hver saga er 55 bls. auk viðauka þar sem farið er í bakgrunn sögunnar, það sem sleppt er í endursögninni og ábendingar um bækur, vefsíður og kvikmyndir sem tengjast henni. Einnig eru nokkrar pælingar sem gott væri að hafa í huga við lestur sögunnar.
Rómeó Montag telur sér trú um að hann sé ástfanginn, þar til hann sér Júlíu Kapúlettsdóttur. Þá fyrst uppgötvar hann raunverulega ást. En fjölskyldur þeirra eru svarnir óvinir, svo þau verða að halda ást sinni leyndri. Þegar Rómeó fellir frænda Júlíu í einvígi virðist öll von úti um að elskendurnir ungu geti nokkurn tíma notið hamingjunnar. Séra Lárens gerir hvað hann getur til að koma á sáttum milli fjölskyldna þeirra en ráðagerðir hans hafa hörmulegri afleiðingar en nokkurn gat grunað.