Beint í efni

Rúmenskir menningardagar í Reykjavík

Frá 6. - 13. október verða haldnir rúmenskir menningardagar í Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem rúmensk hátíð er haldin í borginni, en hún er skipulögð af rúmensku menningarstofnunni í Lundúnum. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og er höfðað til hjartans jafnt sem hugans. Alla vikuna verða viðburðir hér og þar um bæinn og mun Rúmenía birtast í máli og myndum í gegnum kveðskap og kvikmyndasýningar. Saga Rúmeníu verður kynnt með heimildarmynd og umræðufundi, tónlist hennar með klassískum tónleikum og Balkan fagnaði og bragðlaukarnir gladdir með kynningu á matar og drykkjarvenjum þjóðarinnar.

Ljóðadagskrá og vínsmökkun

Meðal viðburða er bókmenntaspjall með ljóðskáldinu Doina Ioanid, en hún er margverðlaunaður höfundur. Jórunn Sigurðardóttir mun ræða við Doinu í bókaversluninni Eymundsson í Austurstræti föstudaginn 11. október kl. 17. Einnig mun Doina lesa úr verkum sínum á ensku og rúmensku og um leið gefst gestum kostur á að smakka rúmensk vín. Doina Ioanid fæddist í Búkarest 1968. Hún útskrifaðist með MA gráðu í menningarfræðum frá Deild erlendra tungumála og bókmennta við Háskólann í Búkarest 1998. Hún var kennari í frönsku við Transilvaníuháskóla í Braşov. Frá 2005 hefur Doina verið aðalritstjóri á The Cultural Observer, sem er leiðandi rúmenskt vikurit um menningu. Bækur eftir Doinu Ioanid: Duduca de marțipan (The Marzipan Damsel), Editura Univers, București, 2000 (hlaut “Prima Verba” verðlaunin) E vremea să porţi cercei (It’s High Time You Wore Earrings), Editura Aula, Braşov, 2001 Cartea burţilor şi a singurătăţii (The Book of Bellies and Solitudes), Editura Pontica, Constanţa, 2003 Poeme de trecere (Poems of Passage), Editura Vinea, Búkarest, 2005 Ritmuri de îmblînzit aricioaica (Chants for Taming The Hedgehog Sow), Editura Cartea Românească, Búkarest, 2010

Fjölbreytt menningardagskrá

Rúmenskir menningardagar í Reykjavík eru öllum opnir og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin inniheldur hátíðartónleika og þjóðlegan djass, kvikmyndasýningar og viðræður við verðlaunaða leikstjóra og rúmenska sögu, svo eitthvað sé nefnt. Síðast en ekki síst verður svo haldið partí til að minna þá lífsgleði sem einkennir rúmensku þjóðina. Meðal listamann sem gestum gefst kostur á að kynnast, auk Doinu Ioanid, er Remus Azoitei, sem er talinn helsti flytjandi verka tónskáldsins Enescu. Hann er jafnframt prófessor í Royal Academy of Music í London. Einnig má nefna sagnfræðinginn Adrian Cioroianu og fyrrum utanríkisráðherra Rúmeníu, leikstjórann Stere Gulea, sem er einn af forvígismönnum rúmensku nýbylgjunnar, saxófónleikarann Lucian Nagy, sem spilar afar nýstárlegan en um leið þjóðlegan djass, og Dan Balaban, sem er nokkurskonar gúrú í rúmenskri víngerðarlist. Ísland og Rúmenía tengjast á ýmsan hátt, þá ekki síst í gegnum kvikmyndalistina. Kjartan Sveinsson, sem samdi tónlist við kvikmyndina Eldfjall, hefur verið í dómnefnd helstu kvikmyndahátíðar Rúmeníu, TIFF, en Rúnar Rúnarsson vann aðalverðlaun þar fyrir sömu mynd. Árið 2005 hlaut rúmenski leikstjórinn Cristi Puiu aðalverðlaun RIFF fyrir myndina The Death of Mr. Lazarescu og hafa rúmenskar myndir verið sýndar á hátíðinni á hverju ári síðan. Samstarfsaðilar Menningarstofnunar Rúmeníu í London að hátíðinn eru: Sendiráð Rúmeníu í Danmörku og á Íslandi, Ræðismannaskrifstofa Rúmeníu í Reykjavík, Ferðamannaráð Rúmeníu, vínframleiðandanum Davino, Hótel Holt, Bíó Paradís, RIFF, Norræna húsið, Veitingastaðurinn Dill, Hótel Borg, Eymundsson, HARPA,  Háskóli Íslands og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. Frekari upplýsingar um dagskrána er að finna hér á vef Menningarstofnunar Rúmeníu í London Sjá um rúmenska kvikmyndadaga á vef Bíó Paradísar